
Vandað barmmerki með fána Palestínu og Íslands. Lengd 17mm, breidd 31mm og þykkt 1.2mm.
Verð 500 kr.
Félagið Ísland-Palestína sýnir heimildamyndina Open Bethlehem eftir Leilu Sansour laugardagskvöldið 10 júní kl. 20:30 í Bíó Paradís, Hverfisgötu 53 í Reykjavík. Myndin er með ensku tali og er um 90 mínútur að lengd.
ENGIN AÐGANGSEYRIR – allir velkomnir.
► Fjáls framlög renna óskipt til AISHA, sem eru samtök sem styðja konur og börn á Gaza sem orðið hafa fyrir ofbeldi.
► Eftir myndina er stefnan að tylla sér á kaffistofuna í bíóhúsinu fyrir óformlegt spjall.
► Tilvalið að kíkja við ef þú vilt vilt fræðast um ástandið í Palestínu – og/eða starfsemi félagsins.
……………………………………………….
OPEN BETHLEHEM
Kvikmyndagerðarkonan Leila Sansour snýr til heimaborgar sinnar, Bethlehem, til að gera heimildamynd um borgina. Þá er aðskilnaðarmúrinn í þann mund að umlykja Bethlehem og landtökubyggðum fjölgar ört. Leila er sjálf dóttir prófessorsins Antons Sansour, sem var stofnandi háskólans í Bethlehem og hetja í augum bæjarbúa. Honum tileinkaði hún myndina. Leila kemur með félögum sínum á fót verkefninu Open Bethlehem til að vekja athygli umheimsins á ástandinu, til að berjast gegn því að Bethlehem, með fjölbreytta sögu sína og menningu, fæðingarstaður Jesúsar í kristinni trú en einnig helgur í gyðingdómi og islam, verði gyrt af og sundurliðuð og fyrir því að hún verði opinn almenningi og íbúarnir njóti ferðafrelsis.
Myndin spannar sjö ár og við kynnumst í senn fegurð bogarinnar, harðneskju hernámsins og andófi fólksins.
Í kjölfar myndarinnar var stærsta ljósmyndasafni um Bethlehem í heiminum komið á fót. Verkefnið Open Bethlehem heldur jafnframt áfram og hvetjum við fólk til að kynna sér það á heimasíðu myndarinnar.
Open Bethlehem hefur verið sýnd á kvikmyndahátíðunum Britdoc, San Fransisco Jewish Film Festival, og kvikmyndahátíðinni í Dubai við mikið lof og hlaut áhorfendaverðlaun á palestínku kvikmyndahátíðinni í Boston.
…………………………………………..
Heimasíða myndarinnar
Stikla myndarinnar
© 2010 - Félagið Ísland-Palestína | Depluhólar 9, 111 Reykjavík Sími/fax: 553 1302 | ![]() |
Reikningur neyðarsöfnunar: 0542-26-6990 |