Kort
Safn korta sem tengjast Palestínu og Ísrael. Hlekkirnir vísa á kort sem eru að finna á hinum ýmsu heimasíðum. Í flestum tilvikum er um að ræða tengingu við skjalsafn S.þ. um málefni Palestínu, United Nations Information System on the Question of Palestine (UNISPAL), en í þeim tilvikum sem vísað er í aðrar heimasíður er þess sérstaklega getið.
- Kort af Vesturbakkanum [Viðar Þorsteinsson útfærði]
Kort Viðars Þorsteinssonar af Vesturbakkanum. Merkingar á íslensku. - Kort af flóttamannabúðum í Palestínu 1993
Kort flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) af flóttamannabúðum Palestínumanna í Palestínu og nágrannalöndunum. - Tillaga S.Þ. um skiptingu Palestínu 1947
Þessi tillaga S.þ. um skiptingu Palestínu í ríki Gyðinga og Palestínumanna var samþykkt árið 1947. - Tillaga S.Þ. um stöðu Jerúsalem
Þessi tillaga S.þ. gerir ráð fyrir að Jerúsalem og nágrannabyggðir borgarinnar, t.a.m. Bethlehem, verði hlustlaus svæði undir alþjóðlegri stjórn. Tillagan var samþykkt árið 1947. - Vopnahléslínan frá árinu 1949
Kort sem sýnir vopnahléslínuna frá stríði gyðinga og Araba í Palestínu 1947-49. Línan markar þau landamæri Ísraels og herteknu svæða Palestínu sem flest ríki viðurkenna (en ekki Ísraelar – sem hafa enn ekki lýst yfir hver landamæri ríkis þeirra séu). - Herteknu svæðin 1967
Kort sem sýnir svæði hertekin af Ísraelsmönnum, Vesturbakkann og Gaza, árið 1967. - Jerúsalem 1967
Kort sem sýnir stöðu Jerúslalem-borgar árið 1967 eftir að Ísraelar höfðu hertekið alla borgina. - Landránsbyggðir í Palestínu
Kort sem sýnir landránsbyggðir Ísraela í Palestínu sem komið var upp á árunum 1967-1996. Byggðirnar stríða gegn samþykktum S.þ. og eru taldar ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum og Genfarsáttmálanum.