Aðalfundur

Mánudagur 25. febrúar 2013

Aðalfundur Félagsins Ísland-Palestína verður haldinn í Norræna húsinu, sunnudaginn 3. mars og hefst kl. 15.

Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, prófastur Borg á Mýrum, flytur erindi: Kirkjan, Ísrael og frjáls  Palestína. Ellen Kristjánsdóttir flytur nokkur lög við undirleik Eyþórs Gunnarssonar.

Venjuleg aðalfundarstörf: Ársskýrslur, stjórnarkjör og önnur mál.

Fjölmennið og takið með ykkur gesti.