Yfirlit yfir starfsemi Félagsins Ísland-Palestína

Hér gefur að líta yfirlit yfir helstu viðburði á vegum Félagsins Ísland-Palestína árin 2001-2005. Enn á eftir að taka saman helstu viðburði 1987-2001.

Árið 2005

24. desember – Söfnunarfé afhent í Ramallah

Borgþór S. Kjærnested varaformaður FÍP afhendir Ziad Amro formanni Öryrkjabandalags Palestínu ávísun að upphæð 306.129 krónur í Ramallah, Palestínu. Peningarnir höfðu safnast í átaki félagsins til styrktar öryrkjum í Palestínu í nóvember og desember.

23. desember – Sala á Þorláksmessu

Sala á sérhönnuðum bolum & peysum Dead og Nakta apans, diskum, nælum, klútum, heitu kaffi & kakó á Laugaveginum til styrktar Öryrkjabandalagi Palestínu. Krónur 216.135 safnast og renna til Öryrkjabandalags Palestínu.

29. nóvember – Samtöðu- og styrktartónleikar fyrir Palestínu

Samtöðu- og styrktartónleikar fyrir öryrkja í Palestínu haldnir á alþjóðlegum samstöðudegi Sameinuðu þjóðanna til stuðnings réttindum palestínsku þjóðarinnar. Fram koma Mr. Silla, Siggi úr Hjálmum, Bob Justman, Þórir (My Summer as a Salvation Soldier), Reykjavik! og Jakobínarína. Dead og Nakti apinn sérhanna og framleiða boli & peysur fyrir tónleikana. Allir sem að tónleikunum komu gefa vinnu sína. Krónur 197.400 safnast og renna til Öryrkjabandalags Palestínu.

25. nóvember – Formaður FÍP kemur heim frá Palestínu

Sveinn Rúnar Hauksson læknir og formaður FÍP kemur heim eftir 3 vikna dvöl á Gaza og Vesturbakka Palestínu, Gólanhæðum og palestínskar byggðir innan landamæra Ísraels.

10. nóvember – Opin fundur með Ómar Sabri Kitmitto

Ómar Sabri Kitmitto kemur í kveðjuheimsókn sína hingað til lands sem yfirmaður aðalsendinefndar Palestínu og Frelsissamstaka Palestínu (PLO) og er gestur á opnum fundi FÍP sem haldin er á Kaffi Reykjavík undir yfirskriftinni „Hvað er að gerast í Palestínu“. Örvar Þóreyjarson Smárason og Valur Brynjar Antonsson flytja ljóð.

12.-16. ágúst – Þátttaka á kvennaráðstefnu í Jerúsalem

Tvær íslenskar konur taka þátt í alþjóðlegri kvennaráðstefnu friðarhreyfinga í hertekinni Jerúsalem 12. – 16. ágúst á vegum ísraelsku friðarsamtakana Women in Black.

20. júlí – 5. ágúst – Þátttaka í æskulýðsbúðum í Nablus

Fimm íslendingar halda til Palestínu til að taka þátt í alþjóðlegum æskulýðsbúðum í Nablus og kynna sér starfsemi Palestínsku læknahjálparnefndirnar (PMRS / UPMRC).

21. júlí – Íslenskur sjálfboðaliði handtekin við komuna til Ísrael

Arna Ösp Magnúsardóttir, sem var á leið á alþjóðlega kvennaráðstefnu friðarhreyfinga í Jerúsalem og sjálfboðaliðastarfa í Palestínu, handtekin við komuna til Tel Aviv. Eftir að hafa verið haldið í 30 klukkustundir var Örnu neitað um inngöngu til Palestínu og Ísraels og henni vísað úr landi.

16. júní – Opin fundur í Norræna húsinu með Ómar Sabri Kitmitto

Í tielfni af komu Ómar Sabri Kitmitto sendifulltrúa Palestínu og PLO á Íslandi stendur FÍP fyrir opnum fundi í Norræna húsinu. Hörður Torfason flytur lög.

12. maí – FÍP styrkir Palestínsku læknishjálparnefndirnar

Félagið styrkir Palestínsku læknishjálparnefndirnar (PMRS / UPMRC) um 5.000$. Féð er afrakstur neyðarsöfnunnar félagsins til handa íbúum hertekinnar Palestínu.

1. maí – Neyðarsöfnun í 1. maí göngu í Reykjavík

Félagsmenn héldu fána Palestínu á lofti í 1. maí göngunni í Reykjavík og borða með áletruninni „Ísaelsher burt úr Palestínu“. Safndiskurinn Frjáls Palestína seldur á tilboðsverði til göngumanna og safnað í Neyðarsöfnun félagsins. Alls safnast 136.895 krónur.

19.-26. mars – FÍP skipuleggur ferð alþingismanna til Palestínu

Fimm alþingismenn og forystumenn úr launahreyfingunni – alls 10 manns – heimsækja Palestínu og Ísrael í ferð skipulagðri af Félaginu Ísland-Palestína. Dagskráin samanstendur m.a. af fundum með stjórnmálamönnum, forystumönnum launahreyfinga og baráttumönnum fyrir mannréttindum bæði í hertekinni Palestínu og Ísrael.

Í ferðina fóru; Jónina Bjartmarz þingkona Framsóknarflokksins, Guðrún Ögmundsdóttir þingkona Samfylkingarinnar, Þuríður Backman þingkona Vinstri grænna, Jón Bjarnason þingmaður Vinstri grænna, Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður Frjálslyndaflokksins, Hilmar Harðarson formaður Félags iðn- og tæknigreina, Svala Norðdal varaformaður Starfsmannafelags rikisstofnana og Garðar Hilmarson stjórnarmaður í Félagi íslenskra læknaritara.

20. febrúar – Aðalfundur Félagsins Ísland-Palestína

Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasmambands Íslands (KÍ), segir í máli og myndum frá nýlegri ferð sinni til hertekinnar Palestínu. Venjuleg aðalfundarstörf.

3. – 8. janúar – Ferð forystumanna launafólks til Palestínu

Ögmundur Jónasson (alþingismaður og fyrrverandi formaður BSRB) og Eiríkur Jónsson (formaður Kennarasambands Íslands) fara til Palestínu og eiga fundi með þarlendum verkalýðshreyfingum, kynna sér ástandið í landinu og fylgjast með palestínsku forsetakosningunum. Ferðin er skipulögð með milligöngu Félagsins Ísland-Palestína.


Árið 2004

23. desember – Sala á Þorláksmessu

Safndiskurinn Frjáls Palestína kynntur og seldur á Laugaveginum.

1. desember – Útgáfutónleikar safndisksins Frjáls Palestína

Fram koma KK, Mugison, Bob Justman, Vinyl, Lára & Delphi og Ensími. Tónleikarnir haldnir á Gauknum. Allir listamennirnir og aðrir sem að tónleikunum koma gefa vinnu sína.

29. nóvember – Safndiskurinn Frjáls Palestína kemur út

Safndiskurinn Frjáls Palestína kemur út á alþjóðlegum samstöðudegi Sameinuðu þjóðanna með réttindum palestínsku þjóðarinnar. Allir listamenn á disknum gefa vinnua sína. Allur ágóði rennur til æskulýðsstarfs í Balata flóttamannabúðunum. Meðal flytjenda á disknum eru Mugison, KK, Quarashi, Ensími, múm, 200.000 naglbítar, Gus Gus og Ske.

28. nóvember – Börn í stríði, samstöðudagskrá í Norræna húsinu

Í tilefni af alþjóðlegum samstöðudegi Sameinuðu þjóðanna með réttindum palestínsku þjóðarinnar 29. nóvember stendur félagið fyrir samstöðudagskrá undir yfirskriftinni Börn í stríði. Stefán Ingi Stefánsson framkvæmdarstjóri Unicef á Íslandi heldur erindi, Arna Ösp Magnúsardóttir Palestínufari flytur erindið Stolin æska, Guðfinnur Sveinsson, 15 ára, segir frá ferð sinni til Palestínu og sýnir myndir, Kristín Ómarsdóttir rithöfundur les upp úr nýútkominni bók sinni Hér og Þórir trúbador spilar.

16. nóvember – Heimildarmyndin Gaza Strip sýnd í MÍR

Bíó- og rabb-kvöld í MÍR-salnum.

15. nóvember – Þjóð í þrengingum, fundur í Borgarleikhúsinu

Vegna fráfalls Yassir Arafat og alþjóðlegri baráttuviku gegn Aðskilnaðarmúrnum stendur félagið fyrir fundi í Borgarleikhúsinu undir yfirskriftinni Þjóð í þrenginingum. Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson fyrrum forsætisráðherra, Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður, Ögmundur Jónasson formaður BSRB, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur og Sveinn Rúnar Hauksson formaður Félagsins Ísland-Palestína flytja ræður. Ljóð og tónlist; Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú), Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir, KK og Ellen Kristjánsdóttir koma fram. Fundarstjóri; Katrín Fjeldsted læknir.

12. nóvember – Minningarbók um Arafat í Ráðhúsi Reykjavíkur

Minngarbók um Yasser Arafat forseta Palestínu, sem lést í þann 11. nóvember, lögð fram í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem almenningur getur vottað leiðtoga Palestínumanna virðingu.

Nóvember – Málgagn félagsins kemur út

1. tölublað af 15. árgangi tímaritsins Frjáls Palestína kemur út.

12. október – Opin fundur í Norræna húsinu

Sveinn Rúnar Hauksson og Arna Ösp Magnúsardóttir segja frá dvöl sinni í Palestínu í sumar. Einar Már Guðmundsson les úr bók sinni Bítlaávarpinu, Eva Einarsdóttir segir frá útgáfu safndisksins Frjáls Palestína.

8. júlí – Forsýning á Divine Intervention

Félagið Ísland Palestína og Græna ljósið bjóða til sérstakrar forsýningar fimmtudaginn 8. júlí klukkan 20:30 í Háskólabíói á kvikmyndinni Divine Intervention. Miðasala rennur óskert til neyðarsöfnunar FÍP.

16. júní – Opin fundur með Ómar Sabri Kitmitto

Fundur með Omar Sabri Kitmitto sendifulltrúa Palestínu og PLO á Íslandi. Gunnar Kvaran sellóleikari og Elísabet Waage hörpuleikari flytja tónlist. Sýndur kafli úr heimildarmynd Hrafnhildar Gunnarsdóttur Alive in Limbo sem fjallar um örlög palestínsks flóttafólks í Líbanon.

5. – 20. júní – Börn í Palestínu, ljósmyndasýning í Hinu húsinu

Sýning Þorsteins Otta Jónssonar sem í janúarmánuði 2004 dvaldist í Palestínu sem sjálfboðaliði á vegum Félagsins Ísland-Palestína.

13. júní – Íslenskum björgunarsveitarmönnum meinað að ferðast til Palestínu

Haraldur Haraldsson og Björn H. Jónsson sem voru á leið til hjálparstarfa í Palestínu á vegum FÍP teknir í yfirheyrslu á Stanstead flugvellinum í Lundúnum og yfirheyrðir í þrjár klukkustundir af ísraelskum öryggisvörðum. Er fram kom að leið þeirra lægi til herteknu palestínsku svæðanna til sjálfboðastarfa við sjúkraflutninga var þeim meinað að fara um borð og koma til Ísrael. Eins og hernáminu er háttað er engin leið að komast til Palestínu nema í gegnum ísraelskar landamærastöðvar og flugvelli.

12. júní – Heimildarmynd um palestínska flóttamenn sýnd

Himildarkvikmyndin Alive in Limbo, eða Lifandi í limbó, um palestínska flóttamenn í Líbanon sýnd í Regboganum. Myndin er eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur, Tinu Naccache og Ericu Marcus.

5. júní – Nú er nóg komið!, Útifundur á Ingólfstorgi

Fundurinn er haldinn til að mótmæla stríðsglæpum Ísraelshers í Rafah á Gazaströnd og til að árétta andstöðu Íslendinga við framferði hersins í hernuminni Palestínu. Efnt er til fundarins með fulltingi fjöldasamtaka. Mælendur: Katrín Jakobsdóttir íslenskufræðingur og Össur Skarphéðinsson þingmaður. Sigurður Skúlason leikari flytur ljóð. Fundarstjóri er Sveinn Rúnar Hauksson læknir.

19. maí – Söfnunartónleikar fyrir Palestínu á Grand rokk (4/4)

Fjórðu og síðustu tónleikarnir í sérstakri tónleikaröð þar sem allur ágóði rennur til neyðarsöfnunnar Félagsins Ísland-Palestína. Fram koma: 5ta herdeildin, Siggi Ármann, Retron (með Kolla úr Graveslime), Bacon (innanborðs meðlimir Stjörnukisa) og The Viking Giant Show (Heiðar í Botnleðju).

1. maí – Málefni Palestínu í kröfugöngu Reykjavíkur

Félagsmenn fjölmenna með fána og borða til stuðnings réttindum palestínsku þjóðarinnar. Söfnun í neyðarsöfnun félagsins.

8. apríl – Söfnunartónleikar fyrir Palestínu á Jóni forseta (3/4)

Styrktartónleikar fyrir Neyðarsöfnun FÍP í samstarfi við útvarpsþáttinn Karate á X-inu. Hljómsveitirnar Saktmóðigur, Heiða og Heiðingjarnir, Boo Coo movement og Hanoi-Jane (sem er áframhald af hljómsveitinni Örkuml) stíga á stokk.

11.mars – Styrktartónleikar fyrir Palestínu á Jóni forseta (2/4)

Nóttin, Landráð, Úlpa, Brúðarbandið, Dys og Tokyo megaplex troða upp á styrktartónleikum fyrir Palestínu þar sem allur ágóði rennur til neyðarsöfnunar FÍP.

15. febrúar – Aðalfundur

Aðalfundur félagsins haldin í Norræna húsinu. Fyrri hluti dagskrár var helgaður sjálfboðaliðum, og sögðu þau Steinunn Gunnlaugsdóttir, Saga Ásgeirsdóttir, Axel Wilhelm Einarsson, Árni Freyr Árnason, Sverrir Þórðarson og Þorsteinn Otti Jónsson, öll nýkominn frá Palestínu, frá reynslu sinni. Að því loknu fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf, þar sem lagfæringar á lögum félagsins voru samþykktar, endurskoðendur kosnir, ársreikningar bornir upp til samþykkis og ný stjórn kosinn.

12. febrúar – Styrktartónleikar fyrir Palestínu á Jóni froseta (1/2)

Fyrstu tónleikarnir í tónleikaröð þar sem allur ágóði rennur í neyðarsöfnun FÍP. Fram koma hljómsveitirnar Skátar, Jan Mayen, Sofandi og Örkuml.

26. janúar – Íslenskir sjálfboðaliðar hitta Arafat

Axel Wilhelm Einarsson, Árni Freyr Árnason, Eldar Ástþórsson, Sverrir Þórðarson og Þorsteinn Otti Jónsson hitta Yassir Arafat forseta Palestínu og leiðtoga PLO í Ramallah.


Árið 2003

29. nóvember – Samstöðudagskrá í Norræna húsinu

Í tilefni af alþjóðlegum samstöðudegi Sameinuðu þjóðanna með réttindum palestínsku þjóðarinnar. Ávörp flytja; Omar Kitmitto sendiherra Palestínu, Mörður Árnason þingmaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Hjónin Marta G. Halldórsdóttir söngkona og Örn Magnússon píanóleikari flytja nokkur lög. Sýning og sala á verkum 20 listamanna, framhald af sýningunni List fyrir Palestínu sem haldin var í Borgarleikhúsinu.

9. nóvember – Baráttufundur gegn Aðskilnaðarmúrnum

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn aðskilnaðarmúrnum á Vesturbakkanum er haldin baráttufundur í Norræna húsinu. Heimildamyndin Ending Occupation – voices for a Just Peace sýnd, Daglegt lífi við múrinn – Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi og Sveinn Rúnar Hauksson læknir og formaður FÍP segja frá og sýna myndir úr heimsókn þeirra til Palestínu í sumar, Ólífutínsla í skugga múrsins – sjálfboðaliðarnir Sigrid Valtingojer grafíklistamaður og Viðar Þorsteinsson varformaður FÍP nýkomin frá Palestínu segja frá og sýna myndir.

5. október – Íslenskur sjálfboðaliði í höfuðstöðvum Arafat

Viðar Þorsteinsson, varaformaður Félagsins Ísland-Palestína, er í hópi nokkurra útlendinga og ísraelskra friðarsinna, sem fóru í gærkvöld í höfustöðvar Arafats forseta til að slá skjaldborg um hann með nærveru sinni. Í hópnum, sem er nú innan við 20 manns, eru meðal annarra Uri Avnery, hinn heimsþekkti, aldni baráttumaður fyrir friði, blaðamaður og fyrrum þingmaður í Knesset.

27. september – Kvikmyndir frá Palestínu sýndar

Félagið Ísland-Palestína sýnir kvikmyndir frá Palestínu í MÍR salnum. Kaffiveitingar til sölu á vægu verði til ágóða fyrir neyðarsöfnun félagsins.

September – Málgagn félagsins kemur út

1. tölublað af 14. árgangi tímaritsins Frjáls Palestína kemur út.

1. maí – Málefni Palestínu í kröfugöngu Reykjavíkur

Félagsmenn fjölmenna með fána og borða til stuðnings réttindum palestínsku þjóðarinnar. Söfnun í neyðarsöfnun félagsins gekk vel.

3. júní – Árásum Ísraelshers á læknahjálparnefndir mótmælt

Félagið vekur athygli á árásum ísraelska hersins á á skrifstofur og starfsfólk palestínsku læknahjálparnefndirnar (PMRS / UPMRC) í fjölmiðlum og annarstaðar.

3. febrúar – Omar Sabri Kitmitto hittir fulltrúa ungliðarhreyfinga

Sendifulltrúi Palestínu og PLO fyrir Ísland hittir ungmenni úr Samfylkingunni, Vinstri grænum og Framsóknarflokknum á veitingastaðnum Horninu.

2. febrúar – Aðalfundur

Aðalfundur félagsins haldin á Kornhlöðuloftinu. Gestur fundarins var Ómar Sabri Kitmitto, sendifulltrúi Palestínu og PLO fyrir Ísland. Talað við Evu Einarsdóttur, sem starfar við sjálfboðaliðastörf á Vesturbakkanum, í gegnum síma frá Ramallah. Venjuleg Aðalfundarstörf.


Árið 2002

30. nóvember – Samstöðufundur á Kornhlöðuloftinu

Í tilefni af alþjóðlegum samstöðudegi Sameinuðu þjóðanna með réttindum palestínsku þjóðarinnar er haldin samstöðufundur á Kornhlöðuloftinu. Hallgerður Thorlacius og Vésteinn Valgarðsson segja frá ferð sinni til Palestínu.

13. október – Dr. Michelle Hartman heldur fyrirlestur

Dr. Michelle Hartman heldur fyrirlestur á opnum fundi félagsins á Kornhlöðuloftinu undir yfirskriftinni „Silencing Discussion: (How) Can You Talk About Palestine in The United States?“.

8. október – Sigurvegari í bolasamkeppni

Siguvegari útnefndur í hönnunarsamkeppni á vegum FÍP; Jökull Freyr Svavarsson. Hönnun hans er prentuð á boli sem seldir eru í 12 tónum, Þrumunni og Hljómalind til stuðnings bágstöddum í Palestínu.

14. september – Samnorrænn dagur gegn ísraelskum vörum

FÍP tekur þátt í samnorrænum degi gegn verslun á ísraelskum vörum.

10. júní – Umræðufundur í Húsi málarans

Hrafnkell Brynjarsson og Stefán Þorgrímsson sögðu frá reynslu sinni af ferða- lögum og hjálparstarfi á hernumdu svæðum Palestínumanna.

5. júní – Íslenskur sjálfboðaliði handtekin

Hrafnkell Brynjarsson, sem hélt til Palestínu fyrir tveimur vikum á vegum Félagsins Ísland-Palestína, var handtekinn af ísraelskum yfirvöldum, dvaldi í fangelsi í bænum Ramle á milli Jerúsalem og Tel Aviv og síðan sendur úr landi.

14. maí – List fyrir Palestínu í Borgarleikhúsinu

Dagskrá: Bryndís Halla Gylfadóttir spilar á selló, Guðmundur Andri Thorsson flytur ávarp, KK leikur lög, Ljóðalestur; Anna Kristín Arngrímsdóttir og Hjalti Rögnvaldsson, Rússibanar leika lög, Sigrún Hjálmtýssdóttir sópran og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó, Graduale-kórinn, Sigrún Eðvaldsdóttir fiðla og Selma Guðmundsdóttir píanó, XXX Rottweiler leika lög, Bubbi Morthens leikur lög, Jazzsveit Tómasar R. Einarssonar leikur lög, Íslenski dansflokkrinn sýnir brot úr nýju dansverki, Sölku Völku, eftir Auði Bjarnadóttur og Kór Langholtskirkju. Fundarstjóri; Tinna Gunnlaugsdóttir leikari.

Myndlistarmenn sem sýna í anddyri; Anna Eyjólfsdóttir, Arngunnur Ýr Gylfadóttir, Bjarni Björgvinsson, Borghildur Óskarsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Harpa Björnsdóttir, Helga Ármanns, Jóhanna Bogadóttir, Jón Reykdal, Jón Sigurpálsson, Kristín Jónsdóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Ósk Vilhjálmsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir, Ráðhildur S Ingadóttir, Sigrid Valtingojer, Sigrún Eldjárn, Sigurður Magnússon, Sigurður Þórir Sigurðsson, Steinunn Marteinsdóttir, Tolli, Tryggvi Ólafsson, Tumi Magnússon, Valgarður Gunnarsson, Valgerður Hauksdóttir, Þorbjörg Höskuldsdóttir, Þórður Hall og Þorgerður Sigurðardóttir. Listaverk selld og aðgangseyrir rennur óskiptur í neyðarsöfnun FÍP fyrir Palestínu.

11. maí – Evrópskur dagur gegn ísraelskum vörum

FÍP tekur þátt í átaki annara samtaka í Evrópu til að hvetja fólk til að versla ekki ísraelskar vörur.

1. maí – Málefni Palestínu í kröfugöngu Reykjavíkur

Félagsmenn fjölmenna í kröfugöngu með fána og borða til stuðnings réttindum palestínsku þjóðarinnar. Söfnun í neyðarsöfnun félagsins.

22. apríl – Fjöldafundur í Háskólabíói, Stöðvum stríðsglæpina

Á annað þúsund manns mæta á fund sem FÍP skipuleggur í samvinnu við ungliðahreyingar stjórmálaflokkana og samtökum launafólks undir yfirskriftinni „Stöðvum stríðsglæpina í Palestínu“. Yfir hálf milljón safnast í neyðarsöfnun félagsins til handa Palestínumönnum. Arnar Jónsson var kynnir fundarins og fyrst talaði Jóhanna K. Eyjólfsdóttir frá Amnesty International. Því næst töluðu þeir Sveinn Rúnar Hauksson og Viðar Þorsteinsson og lýstu þeirri hrikalegu reynslu sem þeir upplifðu í ferð sinni um Palestínu. Fjölmargir listamenn komu fram og gáfu vinnu sína – má þar m.a. nefna Karlakórinn Fóstbræður, Sigrún Hjálmtýrsdóttur (Diddú), Ólaf Kjartan Sigurðsson og Steinun Birna Rangarsdóttir sem lék á píanó í öllum tónlistaratriðunum.

9. apríl – Útifundur á Austurvelli

Talið er að 1.000 manns hafi tekið þátt í mótmælum á Austurvelli. Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands sagði um ástandið í Palestínu að ef allir leggðust á eitt – ef heimsbyggðin segði hingað og ekki lengra, þurfi ekki að liggja lengi yfir samningum. Auk Karls fluttu Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands og alþingismennirnir Ögmundur Jónasson og Katrín Fjeldsted ávarp á fundinum sem skipulagður var af ASÍ, BSRB, Öryrkjabandalagi Íslands og félaginu Ísland-Palestína.

Apríl – Málagn félagsins kemur út

1. tölulbað af 13. árgangi tímaritsins Frjáls Palestína kemur út.

18. mars – Ómar Sabri Kitmitto hittir forsetan, utanríkisráðherra o.fl.

Omari Sabri Kittmitto sendifulltrúi Palestínu og PLO hittir Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, biskupinn yfir Íslandi og heldur blaðamannafund á Lækjarbrekku. Eftir hádegið hittir hann Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands að Bessastöðum og heldur erindi á fundi sem Samfylkingin boðar til með þingmönnum stjórnmálaflokkanna í höfuðstöðvum Samfylkingarinnar. Að þeim fundi loknum hittir hann Sigríði A. Þórðardóttur formann utanríkismálanefndar Alþingis.

17. mars – Aðalfundur

Aðalfundur Félagsins Ísland-Palestínahaldinn í veitingahúsinu Lækjarbrekku. Aðalgestur fundarins err Omar Sabri Kittmitto forstöðumaður aðalsendinefndar Palestínu í Noregi og á Íslandi, sem hér er í boði FÍP.

14. mars – Mótmælastaða við ferðaráðstefnu Ísraels

Eins og margir hafa þegar séð eða heyrt í fréttum þá heppnuðust mótmæli Félagsins Ísland-Palestína vegna ferðakynningar Ísraelsstjórnar fyrir framan Grand Hótel einstaklega vel. Í kringum 250 manns mættu og fóru mótmælin vel fram.


Árið 2001

20. desember – Útifundir á Lækjartogi

Útifundur var haldinn á Lækjartorgi í dag 20. desember vegna ástandsins í Palestínu.

Júlí – Málagn félagsins kemur út

1. tölulbað af 12. árgangi tímaritsins Frjáls Palestína kemur út.

16.-18. nóvember – Dr. Mustafa Barghouti heimsækir Ísland

Dr. Mustafa Barghouthi boðið hingað til lands á vegum Samfylkingarinnar sem heiðursgesti á landsfundi hennar. Heimsóknin er skipulögð fyrir milligöngu FÍP.

17. október – Siðnefnd Blaðamannélags Íslands úrskurðar

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands telur fréttastofu Sjónvarps hafa brotið siðareglur blaðamanna þegar hún þáði boð ísraelskra stjórnvalda um að senda fréttamann til landsins í vor. Það var félagið Ísland-Palestína sem kærði málið til siðanefndar BÍ, og laut kæran m.a. að því að fréttir Ólafs hefðu verið nánast einhliða áróður í þágu gestgjafans.

10. maí – Styrktartónleikar í MH

XXX Rottweiler hundar, múm, Skurken, Vígspá og Andlát leika á styrktartónleikum fyrir Palestínu í Hátíðarsal MH.

4. júní – Heimsókn Barghouti frestað vegna loka Ísraela

Dagskrá í tengslum við komu Dr. Mustafa Barghouti til Íslands, sem félagið hafði skipulagt, frestað vegna þess að honum er neitað um að komast frá herteknu svæðunum.

25. mars – Aðalfundur

Sigrún Árnadóttir framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands flytur erindi ásamt formanni FÍP, Sveinn Rúnar Hauksson. Venjuleg aðaflundarstörf.