Friðarsamningar og söguleg skjöl

Hér gefur að líta yfirlit yfir nokkra mikilvægustu friðarsamninga sem gerðir hafa verið í Mið-Austurlöndum og ýmis skjöl tengd þeim. Hlekkirnir vísa á heimasíður sem innihalda samningana og skjölin í fullri lengd – og er oftast vísað í safn Sameinðu þjóðanna um málefni Palestínu; United Nations Information System on the Question of Palestine (UNISPAL).

Samningar PLO og Ísraels


Söguleg skjöl

Safn yfir nokkur mikilvæg skjöl sem tengjast Palestínu og Ísrael. Hlekkirnir vísa í heimasíður sem hafa að geyma innihald skjalanna. Í flestum tilvikum er að ræða tengingu við skjalsafn S.þ. um málefni Palestínu, United Nations Information System on the Question of Palestine (UNISPAL), en í þeim tilvikum sem vísað er í aðrar heimasíður er þess sérstaklega getið.

 • Sykes-Pikot samkomulagið, 1916
  Mikilvægt samkomulag milli Frakka og Breta um skiptingu landsvæða Araba í Mið-Austurlöndum á milli sín. Samningurinn braut í bága við fyrri loforð sem Bretar gáfu Aröbum um að ef þeir myndu rísa um gegn Ottomanveldinu (Tyrkjaveldi), sem þá réðu stærstum hluta Mið-Austurlanda og voru börðust með Þjóðverjum og Austurríkismönnum í stríðinu, myndu þeir fá að stofna sameinað sjálfstætt ríki sem m.a. myndi ná yfir það sem í dag er Palestína, Ísrael, Jórdanía, Sýrland, Sádí-Arabía og Írak.
 • Breska Hvíta skjalið (hið fyrra – MacDonald skjalið), 1922
  Bréfaskrif Breta við samtök Zíonista og Araba um framtíð Palestínu. Innihalda loforð að takmarkaðan innfluttning gyðinga til Palestínu.
 • Breska hvíta skjalið (hið seinna – Churchill skjalið), 1939
  Bréfaskrif Breta við samtök Zíonista og Araba um framtíð Palestínu – sem fóru fram eftir þriggja ára uppreisn Palestínumanna gegn nýlendustjórn Breta í landi sínu. Innihalda loforð að takmarkaðan innfluttning gyðinga til Palestínu.
 • Balfour yfirlýsingin, 2. nóv. 1917
  Loforð utanríkisráðherra Breta til forystumanna Zíonista-hreyfingarinnar um að Palestína yrði þjóðarheimili gyðinga – sem kvað jaframt á um að réttindi innfæddra Palestínumanna yrðu virt.
 • Sjálfstæðisyfirlýsing Palestínsku nefndarinnar, 1. okt. 1948
  Samþykkt þings Palestínumanna sem kom saman í Gaza 1948 til að lýsa yfir sjálfstæðu ríki. Samþykktin gleymdist fljótt og hafði litla þýðingu í baráttunni fyrir frjálsri Palestínu. Ríkisstjórnin sem mynduð var í kjölfar yfirlýsingarinnar tók aldrei til starfa.
 • Sjálfstæðisyfirlýsing Ísraels, 14. maí 1948
  Daginn sem Bretar yfirgáfu Palestínu lýstu samtök zíonista í Palestínu yfir sjálfstæðu ríki til handa gyðingum; ríkið Ísrael.
 • Fjórði Genfarsáttmálin, samþykktur 12. ágúst 1949
  Sáttmáli um leikreglur í styrjöldum og vopnuðum átökum. Inniheldur m.a. ýmis ákvæði um réttindi hernumina þjóða og er oft vísað til í tengslum við hernám Ísraela í Palestínu og framferði þeirra á herteknu svæðunum.
 • Sjálfstæðisyfirlýsing Þjóðarráðs Palestínu, 15. nóv. 1988
  Eftir að Intifada uppreisn Palestínumanna á herteknu svæðunum, Vesturbakkanum og Gaza, lýsti þjóðarráð Palestínumanna yfir stofnun sjálfstæðs ríkis með Jerúsalem sem höfuðborg. Þingið samþykkti jafnvel samþykktir S.þ. um skiptingu Palestínu og tilverurétt Ísraels – og er því í reynd yfirlýsing um sjálfstæða Palestínu á Vesturbakkanum og Gaza (22% af upphaflegri Palestínu) með Austur-Jerúsalem sem höfuðborg.
 • Listi yfir ríki sem viðurkenna sjálfstæði Palestínu
  Eftir að Palestínska þjóðarráðið lýsti yfir sjálfstæðu ríki Palestínumanna viðurkenndu flest kommúnistaríki og ríki þriðja heimsins sjálfstæði Palestínu. Framt til ársins 1993 viðurkenndu fleiri ríki Palestínu en Ísrael. Í kjölfar Oslóar-friðarferlis Frelsisamtaka Palestínu (PLO) og Ísrael fóru hins vegar fleiri fyrrverandi nýlendur Evrópumanna í Afríku og Asíu að viðurkenna tilverurétt Ísraels.