Palestína og Palestínumenn
Ísland hefur ekki viðurkennt sjálfstæði Palestínu. Alþingi Íslands hefur þó samþykkt ályktanir um viðurkenningu á sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar, rétt palestínskra flóttamanna til að snúa aftur til heimkynna sinna og telur ályktanir Sameinuðu þjóðanna nr. 181 frá 29. nóvember 1947 ásamt ályktunum öryggisráðsins nr. 242 frá 1967 og nr. 338 frá 1973 vera grundvöll að varanlegum frið og öryggi í Austurlöndum nær.
Alþingi leggur áherslu á að viðurkenna beri sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar og tilverurétt Ísraelsríkis. Einnig ber að viðurkenna rétt palestínskra flóttamanna til að snúa aftur til fyrri heimkynna sinna í samræmi við margítrekaðar ályktanir Sameinuðu þjóðanna.
Alþingi telur að Ísland eigi að hafa vinsamleg samskipti við Frelsissamtök Palestínu, PLO.
-Úr þingsályktun frá 111. löggjafaþings Alþingis 18/5 1989, 1256. Þingsályktun um deilur Ísraels og Palestínumanna.
Alþingi krefst þess að öllum ofbeldisverkum linni, þar á meðal sjálfsmorðsárásum og beitingu hervalds, að Ísrael dragi herlið sitt til baka frá sjálfsstjórnarsvæðum Palestínumanna, að deiluaðilar semji um vopnahlé og að hafnar verði friðarviðræður um sjálfstætt ríki Palestínumanna og öryggi Ísraelsríkis innan alþjóðlegra viðurkenndra landamæra í samræmi við nýjustu ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
-Úr þingsályktun frá 127. löggjafaþings Alþingis 30/4 2002, 1446. Þingsályktun um deilur Ísraels og Palestínumanna.
Hlekkir
-Þingsályktun Alþingis 18, nr. 1256
-Þingsályktun Alþingis 2002, nr. 1446