Í meira en tvær vikur höfum við horft upp á miskunnarlaust blóðbað á Gaza. Eitt öflugasta herveldi heims beitir hátæknibúnaði sínum, gegn nágrönnum sem eru nánast varnarlausir fyrir eldflaugum frá F-16 og árásarþyrlum, stórskota- og sprengjuárásum frá herskipum og skriðdrekum. Þessar árásir hafa nú kostað yfir sex hundruð manns lífið og um þriðjungur þeirra eru […] lesa meira+
Það hefur vakið athygli í heimsfréttum undanfarið að þriggja ísraelskra unglinga, Eyal Yifrach, 19 ára og Naftali Fraenkel og Gilad Shaer, báðum 16 ára, sem búsettir voru í landtökubyggðum Ísraela á herteknu landsvæði Palestínumanna, var saknað frá og með 12. júní og fundust þeir nýlega myrtir. Umheimurinn hefur réttilega fordæmt þessi morð og tekur félagið […] lesa meira+
Í dag (13. september) eru 19 ár liðin síðan samkomulag um Oslóar-yfirlýsinguna var undirritað á grasflötinni framan við Hvíta húsið í Washington. Það voru Arafat forseti Palestínu og Rabin forsætisráðherra Ísraels sem gerðu það að viðstöddum Clinton Bandaríkaforseta. Margir urðu til að vara við því að þetta væri svikasátt en undirritaður var meðal þeirra sem […] lesa meira+
Í dag samþykkti Alþingi mótatkvæðalaust eftirfarandi þingsályktunartillögu: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967. Jafnframt skorar Alþingi á Ísraelsmenn og Palestínumenn að leita sátta með friðarsamningum á grundvelli þjóðaréttar og ályktana Sameinuðu þjóðanna sem m.a. feli í sér gagnkvæma […] lesa meira+
Ógeðið heitir Nakba á arabísku og þýðir því sem næst katastrófan, stóra áfallið eða hörmungarnar. Árið var 1948 og það ár var Ísraelsríki stofnað þann 14. maí. Vel vopnuðum hópum innfluttra gyðinga tókst með hryðjuverkum að hrekja stóran hluta palestínsku íbúanna burt frá sínu heimalandi, ekki færri en 700 þúsund manns. Nakba táknar líka hernámið […] lesa meira+
Það var stór dagur fyrir Palestínu í gær þegar gengið var frá samkomulagi milli Fatah, Hamas og annarra pólitískra afla í Palestínu um sættir, bráðabirgðarstjórn og kosningar. LOKSINS, LOKSINS góðar fréttir frá Palestínu. Ég leyfi mér að gleðjast innilega, enda ástæða til, en á hinn bóginn held ég í mér andanum þar til samkomulagið hefur […] lesa meira+
hádegisfundur Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Félagsins Ísland-Palestína í HÍ, 27. janúar 2011 Spurt er hver sé staðan í Palestínumálinu? Því er fljótsvarað. Hún er slæm ef markmiðið er réttlæti og friður. Hún er því sem næst vonlaus, að minnsta kosti um fyrirsjáanlega framtíð. Hvernig stendur á því? Mitt stutta svar er, að annar aðilinn hefur […] lesa meira+
Hið nývirka félag ungra breytingarsinna á Gaza gaf út stefnuyfirlýsingu á Facebook síðu sinni (http://www.facebook.com/pages/Gaza-Youth-Breaks-Out-GYBO/118914244840679) og bað fólk að þýða hana á sem flest tungumál. Arnór Svarfdal hefur þýtt það yfir á íslensku. Skítt með Hamas. Skítt með Ísrael. Skítt með Fatah. Skítt með Sameinuðu þjóðirnar. Skítt með flóttamannahjálpina. Skítt með Bandaríkin! Við, ungt fólk […] lesa meira+
Ég er einn af fyrrum liðsmönnum Haganah hreyfingarinnar sem eftir eru á lífi í dag. Meðlimir hennar gegndu herþjónustu í breska hernum en voru síðar meðal þeirra sem stóðu fyrir Ha’apala (ólöglegum innflutningi) á gyðingum sem lifðu Helförina af. Til þess að fá að komast til landsins þurftum við að etja kappi við breska herinn, […] lesa meira+
Fyrr á árinu kom út skáldsagan Morgnar í Jenín, eftir palestínsk-bandaríska rithöfundinn Susan Abulhawa, hjá Forlaginu í þýðingu Ásdísar Guðnadóttur. Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að vera við bókakynningu á samstöðufundi sem Félagið Ísland-Palestína og Forlagið stóðu fyrir. Þar flutti Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður félagsins Íslands-Palestína ræðu og Kristrún Heiða Hauksdóttir hjá Forlaginu […] lesa meira+