nýjar greinar | eldri greinar

Israel, Israel, über alles

12.10.2003 Fréttir af grimmdarlegu framferði Ísraelshers sem geisar viðstöðulaust gagnvart palestínskum íbúum herteknu svæðanna eru að verða svo hversdaglegar að hætta er á það þyki bara sjálfsagt og eðlilegt, að Ísraelar myrði óbreytta borgara. Í gær voru það sjö í Rafah, þar af þrjú börn, 15 ára, 12 ára og 8 ára gömul. Í dag voru það átta manns, þar af líka þrjú börn og heimili 1500 manns gjöreyðilögð einsog eftir jarðskjálfta. Fréttirnar herma að Ísraelar séu jú að hefna fyrir sjálfmorðsárás ungrar konu, lögfræðings að mennt, sem misst hafði nokkra af sínum nánustu fyrir hendi ísraelskra hermanna og valdi þann kostinn að sprengja sig í loft upp á fjölfarnum stað í Haifa og taka með sér í dauðann 20 manns. Fréttamennirnir gera engar athugasemdir við þessa atburðarás. Það má því skilja svo að það séu ósköp eðlileg viðbrögð Ísraela að gera loftárásir á flóttamannabúðir Palestínumanna í Sýrlandi, ráðast á flóttmannabúðir í Jenin og Rafah og raunar fleiri staði til hefnda.

Þessar refsiaðgerðir Ísraela eru stríðsglæpur. Samkvæmt alþjóðalögum er glæpsamlegt að beita hóprefsingum eins og Ísraelar hafa lengi ástundað. Þegar heilli fjölskyldu, þorpi eða byggðarlagi er refsað fyrir það sem einstaklingur hefur brotið af sér, þá heitir það hóprefsing. Ísraelsher ástundar að sprengja í loft upp heimili ættingja þeirra sem ráðist hafa gegn Ísrael. Heilu þorpin, flóttamannabúðir og jafnvel borgir eru lokaðar af og síðan er árásarþyrlum, skriðdrekum, jarðýtum og her vígamanna sigað á óvopnaðan almenning.

Þetta framferði Ísraela er því miður ekki nýtt í mannkynssögunni. Nazistar höfðu þann hátt á í Frakklandi og víðar í löndum sem Þjóðverjar höfðu hernumið, að beita hóprefsingum og taka af lífi tiltekinn fjölda óbreyttra borgara, til dæmis 30 manns fyrir hvern einn Þjóðverja sem andspyrnuhreyfingu í viðkomandi landi tókst að fella. Að síðari heimstyrjöldinni lokinni drógu menn lærdóma af hryllingnum og festu í lög reglur um framferði hernámsliða í herteknum löndum. Genfarsáttmálar voru undirritaðir og Mannrétindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Öryggisráð SÞ hefur ítrekað ályktað gegn framferði Ísraela á herteknu svæðunum. En það er eins og Ísraelsríki telji sig hafið yfir alþjóðasamfélagið, lög þess og rétt og hafi gert gamalkunnugt kjörorð nazista að sínu: Israel, Israel, über alles.

-Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína

electronic intifada

This webpage uses Javascript to display some content.

Please enable Javascript in your browser and reload this page.

upplýsingaveitur | hlekkir

>> Passia
>> Badil
>> Jews Not Zionists
>> PLO Negotiations Affairs Department
>> UN Office for the Coordination of Humanitarian Affairs - Humanitarian Information in the occupied Palestinian Territory

auglýsingWWW Palestina.is

Google
© Félagið Ísland-Palestína 2007 - palestina@palestina.is