Útifundur Félagsins Ísland-Palestína vegna Gaza verður hjá bandaríska sendiráðinu við Laufásveg

Útifundur Félagsins Ísland-Palestína vegna Gaza verður hjá bandaríska sendiráðinu við Laufásveg Miðvikudagur 30. júlí 2014

Útifundur Félagsins Ísland-Palestína vegna Gaza verður hjá bandaríska sendiráðinu við Laufásveg, fimmtudaginn 31. júlí kl. 5.

 

Blóðbaðið á Gaza heldur áfram.  Ísraelsstjórn fer sínu fram og beitir hernaðarmætti sínum án tillits til mótmæla umheimsins með skelfilegum afleiðingum.

 

Öllum er ljóst að Ísraelsríki getur ekki haldið uppi hernaði gegn nágrönnum sínum nema með Bandaríkin sem fjárhagslegan og hernaðarlegan bakhjarl.

 

Það er á valdi Bandaríkjastjórnar að stöðva blóðbaðið þegar í stað, í stað þess að beita neitunarvaldi í Öryggisráði SÞ í þágu Ísraels.

 

Knýja verður Bandaríkjastjórn til að láta af stuðningi við stríðsglæpastjórnina í Tel Aviv.

 

Kröfur fundarins eru:

Stöðvið blóðbaðið tafarlaust!

Afléttið umsátrinu um Gaza strax!

Alþjóðlega vernd fyrir Palestínumenn!

Obama, stöðvaðu fjöldamorðin!

Burt með hernámið – frjáls Palestína!