Síðustu tónleikar The Knife

The Knife Mánudagur 10. nóvember 2014

Hljómsveitin The Knife – sem lagt hafa málstað Palestínu lið með ýmsum hætti síðasta áratug – léku ógleymanlega tónleika á Iceland Airwaves hátíðinni um helgina. Þetta voru þeirra síðustu tónleikar á ferlinum.

The Knife hafa m.a. lagt safnplötum til stuðnings Palestínu lög, en á undan þeim á svið var íslenska hljómsveitin Samaris sem á einmitt lag á væntanlegri safnplötu fyrir íbúa Gaza og kallast einfaldlega; FYRIR GAZA. Platan er væntanleg í verslanir á næstu vikum, allur ágóði hennar rennur til mannúðarstarfa á Gaza og inniheldur m.a. lög frá FM Belfast, mugison,sóley, Múm, Hjaltalín, Cell7, Prins Póló, Borko, Sin Fang, For a Minor Reflection, Uni Stefson, Moses Hightower, MAMMÚT, GusGus og fjölmargum fleirum.

Mynd: Óskar Hallgrímsson