RKÍ: Uppbygging framundan í Palestínu

RKÍ: Uppbygging framundan í Palestínu Þriðjudagur 28. október 2014

Föstudaginn 31. október n.k. greinir Nína Helgadóttir, verkefnisstjóri Rauða krossins í málefnum Miðausturlanda, frá ferð sinni til Palestínu sem farin var í september síðastliðnum. Rauði krossinn á Íslandi hefur unnið að mannúðarverkefnum í Palestínu í rúm 20 ár en aðstoð hans við Rauða hálfmánann í Palestínu hefur aldrei verið mikilvægari en einmitt nú.

 

Fundurinn hefst kl. 14 í húsi Rauða krossins, Efstaleiti 9. Allir eru velkomnir og verður boðið upp á léttar veitingar.