Fréttir

Dagskrá í Iðnó laugardaginn 29. nóvember, í tilefni af alþjóðlegum samstöðudegi með palestínsku þjóðinni Fimmtudagur 27. nóvember 2014

Dagskrá í Iðnó laugardaginn 29. nóvember, í tilefni af alþjóðlegum samstöðudegi með palestínsku þjóðinni

Að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna er 29. nóvember ár hvert alþjóðlegur samstöðudagur með baráttu palestínsku þjóðarinnar fyrir réttindum sínum og frelsi. Eins og mörg undanfarin ár gengst Félagið Ísland-Palestína fyrir samstöðufundi sem haldinn verður í Iðnó (uppi) laugardaginn 29. nóvember og hefst kl. 14. DAGSKRÁ: ➤ Mufeed Shami, sendiherra Palestínu á Íslandi með aðsetur í Osló […] lesa meira+

EuropeanParliament Þriðjudagur 25. nóvember 2014

Evrópuþingið mun kjósa um sjálfstæði Palestínu

Það hefur e.t.v. ekki farið hátt í fréttum, en undanfarið hafa þjóðþing Bretlands, Íralnds og Spánar samþykkt tillögur sem hvetja ríkisstjórnir landanna til þess að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu. Franska þingið greiðir atkvæði um slíka tillögu á föstudaginn, danska þingið síðar – og nú berast þær stórfréttir að tillaga sé komin fram á Evrópuþinginu sem kveður á […] lesa meira+

Milljón safnast í barna- og æskulýðsstarf á Gaza Þriðjudagur 11. nóvember 2014

Milljón safnast í barna- og æskulýðsstarf á Gaza

Hreint ótrúlegur árángur og mögnuð stund. Hrópum 2.000.000 falt húrra fyrir nemendum Hagaskóla sem söfnuðu yfir tveim milljónum til góðgerðarmála!! Á myndinni má sjá fulltrúa frá Félaginu Ísland-Palestína og krabbameinsdeildar Landspítalans veita fénu viðtöku, milljón til krabbameinsdeildarinnar og milljón til barna- og æskulýðsstarfs á Gaza. lesa meira+

The Knife Mánudagur 10. nóvember 2014

Síðustu tónleikar The Knife

Hljómsveitin The Knife – sem lagt hafa málstað Palestínu lið með ýmsum hætti síðasta áratug – léku ógleymanlega tónleika á Iceland Airwaves hátíðinni um helgina. Þetta voru þeirra síðustu tónleikar á ferlinum. The Knife hafa m.a. lagt safnplötum til stuðnings Palestínu lög, en á undan þeim á svið var íslenska hljómsveitin Samaris sem á einmitt […] lesa meira+

Malala Yousafzai Þriðjudagur 4. nóvember 2014

Friðarverðlaunahafinn Malala gefur verðlaunafé til Gaza

Hin sautján ára pakistanska friðarbaráttukona Malala Yousafzai, sem talibanar reyndu að ráða af dögum fyrir að hún talaði fyrir menntun stúlkna, og sem hlaut nýlega Friðarverðlaun Nóbels, gefur 50.000 Bandaríkjadali til uppbyggingar á skólum á Gaza sem eyðilagðir voru í árásum Ísraelshers í ár. „We must all work to ensure Palestinian boys and girls, and […] lesa meira+

RKÍ: Uppbygging framundan í Palestínu Þriðjudagur 28. október 2014

RKÍ: Uppbygging framundan í Palestínu

Föstudaginn 31. október n.k. greinir Nína Helgadóttir, verkefnisstjóri Rauða krossins í málefnum Miðausturlanda, frá ferð sinni til Palestínu sem farin var í september síðastliðnum. Rauði krossinn á Íslandi hefur unnið að mannúðarverkefnum í Palestínu í rúm 20 ár en aðstoð hans við Rauða hálfmánann í Palestínu hefur aldrei verið mikilvægari en einmitt nú.   Fundurinn […] lesa meira+

Amnesty International logo Mánudagur 25. ágúst 2014

Félagið Ísland-Palestína tekur undir fordæmingu Amnesty á mannréttindarbotum á Gaza

Amnesty International fordæmir aftökur Hamas á meintum samverkamönnum Ísraela á Gaza. Félagið Ísland-Palestína er andvígt hvers konar mannréttindabrotum og að fólk sé tekið af lífi og tekur heilshugar undir ákall Amnesty. lesa meira+

Fjölmenn og kröftug mótmæli vekja athygli Föstudagur 15. ágúst 2014

Fjölmenn og kröftug mótmæli vekja athygli

Frá því að Ísraelsher hóf aðgerð sína, Operation Protective Edge, þann 8.júlí hafa Íslendingar látið í ljós andúð sína á þessum voðaverkum með því að boða til kröftugra mótmæla og láta raddir sínar heyrast. Eftirfarandi mótmæli hafa verið haldin fyrir tilstuðlan félagsins: 14. júlí 1700 manns mættu á Lækjartorg þar sem Arna Ösp Magnúsardóttir flutti […] lesa meira+

Gyðingahatur Þriðjudagur 12. ágúst 2014

Gyðingahatur er aldrei réttlætanlegt!

Gyðingahatur er til og er raunverulegt vandamál. Blóðbaðið á Gaza og glæpir Ísraelshers gagnvart íbúum Palestínu eru hvorki afsökun fyrir gyðingahatri, né afsökun fyrir að andmæla því ekki þegar við sjáum það. -> Leiðréttu fólk sem talar um ‘gyðinga’ þegar verið er að ræða um aðgerðir Ísraelshers eða stefnu stjórnvalda í Ísrael. -> Andmæltu þegar […] lesa meira+

Útifundur Félagsins Ísland-Palestína vegna Gaza verður hjá bandaríska sendiráðinu við Laufásveg Miðvikudagur 30. júlí 2014

Útifundur Félagsins Ísland-Palestína vegna Gaza verður hjá bandaríska sendiráðinu við Laufásveg

Útifundur Félagsins Ísland-Palestína vegna Gaza verður hjá bandaríska sendiráðinu við Laufásveg, fimmtudaginn 31. júlí kl. 5.   Blóðbaðið á Gaza heldur áfram.  Ísraelsstjórn fer sínu fram og beitir hernaðarmætti sínum án tillits til mótmæla umheimsins með skelfilegum afleiðingum.   Öllum er ljóst að Ísraelsríki getur ekki haldið uppi hernaði gegn nágrönnum sínum nema með Bandaríkin […] lesa meira+