Opinn fundur 1. des í Iðnó : Alþjóðlegur samstöðudagur með mannréttindum Palestínumanna

Sunnudagur 1. desember 2013

Í tilefni af Alþjóðlegum samstöðudegi Sameinuðu þjóðanna með réttindum palestínsku þjóðarinnar stendur Félagið Ísland-Palestína fyrir opnum fundi í Iðnó. Því verður jafnframt fagnað að tvö ár eru liðin frá því Ísland viðurkenndi sjálfstæði Palestínu – fyrst vestrænna ríkja.

Fundurinn fer fram á Iðnó sunnudaginn 1. desember, klukkan 20

Aðalræðumenn eru:

  • Birgitta Jónsdóttir, alþingismaður
    Birgitta sat í utanríkismálanefnd Alþingis árið 2011 þegar Ísland viðurkenndi sjálfstæði Palestínu. Hún mun m.a. ræða um aðdraganda samþykktarinnar, þar sem 38 þingmenn greiddu aktvæði með tillögunni, 13 sátu hjá.
  • Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína
    Sveinn er nýkominn frá herteknu svæðunum í Palestínu þar sem ahnn sat m.a. innilokaður á Gaza svö dögum skipti þegar landamærin voru lokuð. Hann mun ræða um ástandið í Palestínu í dag og friðarhorfur á svæðinu.
  • Högni Egilsson í hljómsveitinni Hjaltalín flytur nokkur lög

Alþjóðlegur samstöðudagur Sameinuðu þjóðanna með réttindum palestínsku þjóðarinnar, 29. nóvember, hefur verið haldinn árlega frá árinu 1978. Félagið Ísland-Palestína var stofnað þennan dag árið 1987 og Alþingi íslendinga viðurkenndi Palestínu sem sjálfstætt ríki á þessum degi árið 2011. Félagið heldur að þessu sinni upp á daginn 1. desember með fundinum í Iðnó.

Frekari upplýsingar veitir:

Sveinn Rúnar Hauksson, formaður FÍP, S: 616 7857