Nýr sendiherra Palestínu á opnum fundi í Iðnó 20. maí

Nýr sendiherra Palestínu á opnum fundi í Iðnó 20. maí Sunnudagur 18. maí 2014

Nýr sendiherra frá Palestínu, Mufeed Shami, verður á opnum fundi í Iðnó, þriðjudagskvöld 20. maí kl. 20.

Mufeed sendiherra greinir frá nýjustu þróun mála í Palestínu, í ljósi sátta sem tekist hafa á milli Fatah, Hamas og annarra stjórnmálafylkinga um myndun þjóðstjórnar og til undirbúnings kosningum.

 
Sættir þessar hafa tekist á tíma harðnandi árása Ísraelshers og landtökuliðs á íbúa Vesturbakkans og herkvíar um Gazasvæðið sem er einangraðra en nokkru sinni. Ísraelsríki reynir að spilla fyrir þessum sáttum með aðstoð Bandaríkjanna.
Hverjar eru horfurnar?

Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti!

Félagið Ísland-Palestína