Kvikmyndasýning: When I Saw You og They Do Not Exist

Kvikmyndasýning: When I Saw You og They Do Not Exist Þriðjudagur 27. október 2015

Félagið Ísland-Palestína sýnir kvikmyndirnar When I Saw You og They Do Not Exist mánudagskvöldið 9. nóvember 2015 kl. 20:30 í Gym & Tonic-salnum á Kex Hostel, Skúlagötu 28.

►Kvöldið hefst með They Do Not Exist, sem er um 20 mínútur að lengd og síðan fylgir When I Saw You, sem er um 90 mínútur. Báðar myndirnar verða sýndar með enskum texta.

► Eftir myndirnar verður boðið upp á óformlegar umræður.

► Tilvalið að kíkja við ef þú vilt vilt fræðast um ástandið í Palestínu – og/eða starfsemi félagsins.

► Vonumst til að sjá sem flesta og eiga ánægjulega kvöldstund saman með góðum kvikmyndum og spjalli.

————————–————————–————————
THEY DO NOT EXIST

Mustafa Abu Ali var frumköðull í kvikmyndagerð í Palestínu og stofnmeðlimur PLO, frelsissamtaka Palestínu. Hann var leiðandi í palestínska andspyrnubíóinu og gerði myndina They Do Not Exist árið 1974, þar sem hann myndaði palestínskt flóttafólk í Líbanon og fjallaði um aðstæður þeirra. Í myndinni kynnumst við lífinu í flóttamannabúðunum, áhrifum sprengjuárása Ísraela og lífi skæruliða í þjálfunarbúðum. Titill myndarinnar vísar á kaldhæðinn hátt í fullyrðingu Goldu Meir, þáverandi forsætisráðherra Ísraels, um að Palestínumenn væru ekki til sem þjóð. Myndinni sjálfri var bjargað úr rústum í Beirut 1982 og hún var nýlega gerð aðgengileg á ný.
……………………..……………………..……………………..……………………..……………………..………..
WHEN I SAW YOU

Hin margverðlaunaða When I Saw You er önnur mynd palestínsku leikstýrunnar Annemarie Jacir og var framlag Palestínumanna til Óskarsverðlaunanna 2013. Myndin gerist árið 1967, þegar þúsundir Palestínumanna flúðu til Jórdaníu vegna Sex daga stríðsins og leituðu skjóls í flóttamannabúðum. Hinn 11 ára gamli Tarek (Mahmoud Asfa) og móðir hans (Ruba Blahl) eru þeirra á meðal, en þau verða viðskila við föður Tareks í ringulreiðinni sem fylgir flóttanum. Þegar í flóttamannabúðirnar er komið á Tarek á erfitt með að aðlagast, hann er forvitinn og frjálsundaður og hann þráir jafnframt að finna föður sinn. Hann fer því út fyrir búðirnar í leit að honum, en leitin leiðir hann á slóðir andspyrnumanna sem taka hann að sér sem eins konar lukkudýr. Móðir hans slæst fljótlega í hópinn og saman reyna þau að skapa sér nýtt líf og losa sig úr viðjum fórnarlambins, með nýja von og frelsisþrá í brjósti.

MEIRA:
Heimasíða: http://whenisawyou.com/
Stikla: https://www.youtube.com/watch?v=tBXFBPwL8JI
Á Facebook: https://www.facebook.com/WhenISawYouFilm
……………………..……………………..……………………..……………………..……………………..………..