Kvikmyndasýning: Soldier on the Roof

Laugardagur 6. febrúar 2016

Félagið Ísland-Palestína sýnir heimildamyndina Soldier on the Roof mánudagkvöldið 15. febrúar kl. 20:30 í hliðarsalnum (Gym & Tonic) á Kex Hostel, Skúlagötu 28, 101 Reykjavík. Myndin er með ensku tali og texta og er um 120 mínútur að lengd.
ENGIN AÐGANGSEYRIR – allir velkomnir.

► Frjáls framlög renna óskipt í neyðarsöfnun fyrir Palestínu.

► Eftir myndina verður boðið upp á óformlegar umræður.

► Tilvalið að kíkja við ef þú vilt vilt fræðast um ástandið í Palestínu – og/eða starfsemi félagsins.

► Vonumst til að sjá sem flesta og eiga góða kvöldstund saman með vandaðri heimildamynd og spjalli.

……………………..……………………..……………………..……………………

SOLDIER ON THE ROOF

Forna borgin Hebron á vesturbakka Jórdanár í hernuminni Palestínu er helg gyðingum, múslimum og kristnum og er einna mesti suðupotturinn í átökum Ísraela og Palestínumanna. Í miðju elsta hverfinu í Hebron er gyðingabyggð þar sem aragrúi af ísraelskra hermanna er staðsettur á húsþökunum til að vernda um 800 landtökumenn, en umhverfis þá búa um 120.000 Palestínumenn. Kvikmyndagerðarkonan og mannfræðingurinn Esther Hertog dvaldist meðal landtökufólksins í þrjú ár og myndin veitir innsýn í líf þeirra og Palestínumannana sem búsettir eru umhverfis þá og áhrif hernámsins.

 

Viðburðurinn á facebook: https://www.facebook.com/events/216704078668924/

Heimasíða myndarinnar: http://www.ruthfilms.com/films/new-releases/soldier-on-the-roof.html