Fundur: Mufeed Shami sendiherra ræðir ástandið á Vesturbakkanum, í Austur-Jerúsalem og á Gaza

Fundur: Mufeed Shami sendiherra ræðir ástandið á Vesturbakkanum, í Austur-Jerúsalem og á Gaza Þriðjudagur 20. október 2015

Ástandið í Austur-Jerúsalem og á Vesturbakkanum er ógnvænlegra en oftast áður og ólgan eykst einnig á Gaza. Átta Ísraelsmenn hafa verið drepnir, flestir í hnífaárásum, Ísraelsher skýtur á mótmælendur, jafnt vopnaða sem óvopnaða og yfir 30 Palestínumenn hafa verið drepnir og 1000 særst.

Boðað er til opins fundar í Friðarhúsinu á þriðjudagskvöld 20. október um ástandið í Palestínu þessa dagana.
Mufeed Shami sendiherra ræðir málin og svarar spurningum fundarmanna.

Fundurinn í Friðarhúsinu (á horni Snorrabrautar og Njálsgötu) hefst kl. 20

Viðburðurinn á facebook: https://www.facebook.com/events/1645188245721108/