Fréttatilkynning frá Félaginu Ísland – Palestína

Miðvikudagur 23. júlí 2014

Myndast hefur þjóðarsamstaða um útifund sem haldinn verður vegna blóðbaðsins á Gaza á Ingólfstorgi kl. 5 í dag, miðvikudaginn 23. júlí 2014.

Félagið Ísland – Palestína stendur að fundinum en að auki hafa ASÍ, BSRB, BHM, ÖBÍ, SFR, VLFA, KÍ, Efling, Samfylkingin, Dögun, Píratar, VG, SHA, MFÍK þegar veitt stuðning sinn.

Fundurinn er haldinn undir kjörorðunum: „Stöðvum blóðbaðið á Gaza tafarlaust, alþjóðlega vernd fyrir Palestínumenn, burt með herkvína um Gaza, niður með hernámið og frjáls Palestína“.

Ræðumaður er borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson. Þóra Katrín Árnadóttir les ljóðið Slysaskot í Palestínu eftir Kristján frá Djúpalæk og kórinn Vox Palestína undir stjórn Hilmars Arnars Agnarssonar flytur sönginn Þú veist í hjarta þér eftir Þorstein Valdimarsson. Fundarstjóri er Sveinn Rúnar Hauksson.

Að loknum fundi verður gengið að Stjórnarráðinu með minningarkrans með borða sem á eru skráð nöfn meira en 600 fórnarlamba hernaðar Ísraels hingað til. Við það tækifæri verður forsætisráðherra afhend ályktun fundarins.