Fjölmenn og kröftug mótmæli vekja athygli

Fjölmenn og kröftug mótmæli vekja athygli Föstudagur 15. ágúst 2014

Frá því að Ísraelsher hóf aðgerð sína, Operation Protective Edge, þann 8.júlí hafa Íslendingar látið í ljós andúð sína á þessum voðaverkum með því að boða til kröftugra mótmæla og láta raddir sínar heyrast.

Eftirfarandi mótmæli hafa verið haldin fyrir tilstuðlan félagsins:

  • 14. júlí 1700 manns mættu á Lækjartorg þar sem Arna Ösp Magnúsardóttir flutti ávarp og Ellen Kristjánsdóttir og KK tóku lagið. Fundarstjóri var Sveinn Rúnar Hauksson formaður Félagsins Ísland-Palestína.
  • 23. júlí mættu þúsundir mótmælendur á Ingólfstorg. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, tók til máls og fordæmdi framferði Ísraela ásamt Sveini Rúnari Haukssyni, formanni félagsins.
  • 31. júlí voru haldin fjölmenn mótmæli fyrir tilstuðlan Félagsins Ísland Palestína fyrir framan bandaríska sendiráðið við Laufásveg í Reykjavík. Að minnsta kosti tvö þúsund manns mættu og mótmæltu. (Sjá frétt)
  • 6. ágúst voru haldnir styrktartónleikar á Hótel Kex. Fram komu: Soffía Björg, For a Minor Reflection, sóley, MAMMÚT og Boogie Trouble.
  • 7. ágúst voru haldin mótmæli á Silfurtorgi á Ísafirði. Ólína Þorvarðardóttir og Gísli Halldór Halldórsson fluttu ræður og Herdís Magnea Hubner flutti valin ljóð úr ljóðabókinni Viljaverk í Palestínu. Fundarstjóri las kveðju sem fundinum barst frá Sveini Rúnari Haukssyni, formanni Félagsins Ísland – Palestína. (Sjá frétt á vef BB.is) Sama dag var kveikt á Friðarsúlunni í Viðey þegar haldinn var minningar- og samstöðufundur í Viðey á vegum Félagsins Ísland-Palestína, UNICEF á Íslandi og Reykjavíkur borgar. Ávörp fluttu: Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Sveinn Þá Rúnar Hauksson formaður Félagsins Ísland-Palestína og Svanhildur Konráðsdóttir, formaður UNICEF á Íslandi. Að loknum fundinum sem var haldinn var við Viðeyjarkirkju var lagður krans í grafreit kirkjunnar til minningar um börnin sem drepin höfðu verið í árásum Ísrealeshers og voru þá orðin 430 talsins. Að lokinni þessari athöfn var gengið þar sem mannvirki Friðarsúlunnar og flutti Ísak, 13 ára gamall, drengur kveðjuorð frá Yoko Ono sem lét kveikja á Friðarsúlunni til minningar um börnin á Gaza og í von um frið.
    (Sjá frétt á vef Rúv.is)