Evrópuþingið mun kjósa um sjálfstæði Palestínu

EuropeanParliament Þriðjudagur 25. nóvember 2014

Það hefur e.t.v. ekki farið hátt í fréttum, en undanfarið hafa þjóðþing Bretlands, Íralnds og Spánar samþykkt tillögur sem hvetja ríkisstjórnir landanna til þess að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu. Franska þingið greiðir atkvæði um slíka tillögu á föstudaginn, danska þingið síðar – og nú berast þær stórfréttir að tillaga sé komin fram á Evrópuþinginu sem kveður á um að aðildarríki Evrópusambandsins viðurkenni sjálfstæða Palestínu!!

Hlekkur: http://evropan.is/esb/evroputhingid/evroputhingid-mun-kjosa-um-sjalfstaett-riki-palestinu/