
Dr. Mads Gilbert er svæfingarlæknir, prófessor og yfirlæknir í Tromsö, Noregi en hann er heimsþekktur sem læknir og vísindamaður og þá ekki síður fyrir sjálfboðastörf á átakasvæðum.
Þar ber hátt framlag hans á Gaza, en þar hefur hann ásamt félaga sínum, Erik Fosse skurðlækni, verið til staðar á Shifa-sjúkrahúsinu þegar mest hefur gengið á í árásum Ísraelshers á svæðið.
Mads Gilbert verður með fyrirlestur á vegum Félagsins Ísland-Palestína fimmtudaginn 9 apríl næstkomandi í Iðnó. Þar mun Mads fræða okkur um störf sín á Gaza og hvernig ástandið raunverulega er. Hvetjum alla til að mæta og hlusta á þennan frábæra lækni gefa okkur innsýn í aðstæður sem erfitt er að ímynda sér.
Hjálpið okkur að láta orðið berast! Allir velkomnir!
https://www.facebook.com/
Hér má sjá umfjöllun í Íslandi í dag um Gilbert:
http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVC9A722A3-AF09-4F16-9328-45A18AB4D402