Dagskrá í Iðnó laugardaginn 29. nóvember, í tilefni af alþjóðlegum samstöðudegi með palestínsku þjóðinni

Dagskrá í Iðnó laugardaginn 29. nóvember, í tilefni af alþjóðlegum samstöðudegi með palestínsku þjóðinni Fimmtudagur 27. nóvember 2014

Að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna er 29. nóvember ár hvert alþjóðlegur samstöðudagur með baráttu palestínsku þjóðarinnar fyrir réttindum sínum og frelsi.

Eins og mörg undanfarin ár gengst Félagið Ísland-Palestína fyrir samstöðufundi sem haldinn verður í Iðnó (uppi) laugardaginn 29. nóvember og hefst kl. 14.

DAGSKRÁ:

➤ Mufeed Shami, sendiherra Palestínu á Íslandi með aðsetur í Osló flytur ræðu
➤ Ragnheiður Ólafsdóttir söngkona og doktor í þjóðlagafræðum flytur nokkur lög við undirleik Páls Eyjólfssonar gítarleikara.
➤ María Erla Marelsdóttir, sendiherra Íslands fyrir Palestínu, segir frá ferð sinni til Vesturbakkans og Gaza, sem hún fór í síðasta mánuði, og þeim verkefnum sem Ísland styður í Palestínu.

Strax í kjölfar fundarins verður síðan Fyrir Gaza – Útgáfuhóf á KEX.

Hér er auglýsing fyrir fundinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/1513295388928288/

ALLIR VELKOMNIR!
Fjölmennum og látum orðið berast