Annette Groth í Friðarhúsinu

Annette Groth í Friðarhúsinu Þriðjudagur 11. ágúst 2015

Fimm ár voru liðin í maí s.l. frá því ísraelskar sérsveitir réðust á friðarskipið Mavi Marmara á alþjóðlegu hafsvæði og drápu níu sjálfboðaliða. Skipið var á leið til Gaza með með hjálpargögn og átti um leið að rjúfa herkvína.

Annette Groth var meðal sjálfboðaliðanna um borð. Hún hefur lengi verið virk í friðarbaráttu, ekki síst gegn kjarnorkuvígbúnaði, gegn NATO og vopnasölu. Hún hefur starfað hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, er meðstofnandi ATTAC samtakanna í Stuttgart, hefur átt sæti á þýzka sambandsþinginu síðan 2009 og verið talskona Mannréttindahópsins og í forsvari þýsk-gríska þingmannahópsins. Hún á jafnframt sæti í nefnd um innflytjendur hjá Evrópuráðinu og beitir sér sérstaklega í málefnum Palestínu, Ísraels og Mið-Austurlanda.

Þessi góða baráttukona fyrir réttlæti og friði verður gestur Félagsins Íslands-Palestína í Friðarhúsinu miðvikudaginn 12. ágúst og greinir þar frá reynslu sinni og samstöðustarfi fyrir Palestínu. Fundurinn hefst kl. 20:00 og hvetjum við fólk til að fjölmenna. Allir velkomnir!

Hjálpið okkur að láta orðið berast :)
https://www.facebook.com/events/683107468486821/