Af aðalfundi Félagsins Ísland-Palestína 2014

Fimmtudagur 17. apríl 2014

Aðalfundur Félagsins Ísland-Palestína fór fram í Iðnó mánudagskvöld 7. apríl 2014 og var fjölsóttur.

Ræður fluttu Brynja Silja Pálmadóttir og Magnús Magnússon, sjálfboðaliðar í Vesturbakkanum á síðasta ári og Fidaa Al Zaanin frá Gaza, jafnréttisnemi við HÍ. Bjartmar Guðlaugsson flutti nokkur lög.

Að þessari dagskrá lokinni fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf. Í stjórnarkjöri varð mikil endurnýjun og kom sex nýir til starfa.

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar þann 14. apríl skipti hún með sér verkum:

 • Sveinn Rúnar Hauksson formaður
 • Elva Björk Barkardóttir ritari, ritstjóri
 • Magnús Magnússon gjaldkeri, söfnunarstjóri
 • Bryndís Silja Pálmadóttir sjálfboðaliðastjóri, nýliðastjóri, kynningarstjóri
 • Valdimar A. Arnþórsson sniðgöngustjóri, alþjóðastjóri
 • Haukur Sveinsson viðburðastjóri, aðgerðastjóri
 • Einar Steinn Valgarðsson kvikmyndasýningarstjóri
 • Eldar Ástþórsson varaformaður, fjölmiðlastjóri
 • Níels Alvin Níelsson sölustjóri
 • Þóra Á. Arnfinnsdóttir spjaldskrárritari
 • Linda Ósk Árnadóttir í varastjórn án portfolio