Aðalfundur, stjórnar- og formannskjör

Miðvikudagur 23. mars 2016

AÐALFUNDUR FÉLAGSINS

IÐNÓ, FIMMTUDAGINN 7. APRÍL KL 20:00

Aðalfundur Félagsins Ísland-Palestína 2016 fer fram í Iðnó, fimmtudaginn 7. apríl. Á fundinum verður kjörin ný stjórn og nýr formaður kjörinn í fyrsta sinn í 25 ár. Sveinn Rúnar sem verið hefur í stjórn frá stofnun félagsins 1987 og formaður frá 1991, hefur ákveðið að láta nú af stjórnarstörfum, þótt hann muni áfram vera með í baráttunni fyrir frjálsri Palestínu.

Félagar eru hvattir til að gefa kost á sér til starfa, bæði í stjórn og starfshópum.

Dagskrá:

  • Ræða: Gréta Gunnarsdóttir sendiherra mannréttindamála
  • Tónlist: Unnsteinn og Logi Pedro úr Retro Stefson
  • Aðalfundarstörf

Lagabreyting: Stjórn félagsins leggur fram tillögu til lagabreytingar sem felur í sér að aðalfundur kjósi formann sérstaklega. Breytingingin varðar 7. grein grein laga félagsins sem í dag er svohljóðandi: Stjórn félagsins skal skipuð sjö félagsmönnum og að auki skal kjósa tvo til fjóra varamenn. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. 

Lagt er til að síðasta setningin breytist og verði: Aðalfundur kýs formann sérstaklega, en stjórnin skiptir að öðru leyti með sér verkum.

Félagsmenn eru eindregið hvattir til að fjölmenna á aðalfundinn.

Fundurinn er auglýstur á Facebook hér.

– Stjórnin