Gyðingahatur er aldrei réttlætanlegt!

Gyðingahatur Þriðjudagur 12. ágúst 2014

Gyðingahatur er til og er raunverulegt vandamál. Blóðbaðið á Gaza og glæpir Ísraelshers gagnvart íbúum Palestínu eru hvorki afsökun fyrir gyðingahatri, né afsökun fyrir að andmæla því ekki þegar við sjáum það.

-> Leiðréttu fólk sem talar um ‘gyðinga’ þegar verið er að ræða um aðgerðir Ísraelshers eða stefnu stjórnvalda í Ísrael.
-> Andmæltu þegar fólk hefur Helförina í flimtingum, gefur í skyn að hún hafi ekki gerst eða verið gyðingum sjálfum að kenna.
-> Ekki láta fólk komast upp með að tala niðrandi um gyðinga í þín eyru eða á spjallborðum.
-> Blokkaðu fólk á fésbókarvegg þínum ef það lætur ekki segjast. Það fólk er rasistar, og á ekki heima í samstöðuhreyfingu okkar fyrir mannréttindum til handa fólkinu sem býr í Palestínu.

Hlekkur: http://www.theguardian.com/commentisfree/2014/aug/11/anti-jewish-hatred-rising-antisemitism-meaning