Aðskilnaðarmúrinn
Ólikt því sem margir halda rís Aðskilnaðarmúrinn í Palestínu ekki á landamærum Vesturbakkans (Palestínu) heldur á herteknu palestínsku landi. Ísraelsmenn hafa reynt að telja heimsbyggðinni trú um að hér sé um „öryggisgirðingu“ að ræða, reista í þeim tilgangi að varna hryðjuverkamönnum inngöngu inn í Ísrael. Sú staðreynd að múrinn, sem er allt upp í átta metra hár, liggur víðast langt frá viðurkenndum landamærum Ísraels – lengst inni á herteknu landsvæði Vesturbakka Palestínu – hlýtur að vekja grunsemdir um að aðrar ástæður liggi að baki.
Lega múrsins einangrar mörg byggðarlög Palestínumanna t.a.m. borgina Qalqylya sem algerlega umkringd múrnum. Eftir tilkomu múrins er atvinnuleysi þar gríðarlegt enda getur borgin ekki sinnt hlutverki sínu sem þjónustuborg við nágranasveitir. Borgarbúar sjálfir hafa veriðrændir nánast öllu ræktarlandi sínu og geta aðeins ferðast inn og út úr borginni gegnum sérstök hlið. Múrinn einangrar þúsundir palestínskra bænda frá jörðum sínum og mikið af besta ræktarlandi Palestínu lendir „Ísraelsmegin“ múrsins.
Tilgangur múrsins er greinilega að ræna enn meira landi af Palestínumönnum, stuðla að þjóðernishreinsunum og tryggja innlimun ólöglegra landsetubyggða gyðinga í Ísraelsríki. Ef fram fer sem horfir mun múrinn einnig koma í veg fyrir að palestínska þjóðin geti nokkurn tíma lifað frjáls í sjálfstæðu ríki á Vesturbakkanum og Gaza, sem þó þekur aðeins 22% af upphaflegu landi Palestínumanna. Múrinn mun leiða til þess að Palestínumenn munu í framtíðinni aðeins geta lifað í aðskildum og einangruðum gettóum, umkringdir ísraelska hernum og landtökumönnum.
Samkvæmt áætlunum Ísraela mun rúmlega 40% alls lands Vesturbakka Palestínu liggja Ísraelsmegin múrsins. Ef Ísraelsmenn ná sínu fram verður heildarlengd múrsins meira en 730 km, en til samanburðar má nefna að landamæri Ísraels og Vesturbakkans eru um 200 km löng. Múrinn leggur líf hundraða þúsunda manna í rúst og gerir að engu möguleika þeirra á að lifa mannsæmandi lífi. Tilurð hans kemur einnig í veg fyrir að raunverulegur friður geti náðst á svæðinu þar sem sjálfstætt ríki Palestínu fengi þrifist við hlið Ísraels.
Aðskilnaðarmúrinn er ólöglegur samkvæmt Genfarsáttmálanum og öðrum alþjóðalögum sem Ísrael er aðili að. Bygging hans er einnig skýlaust brot á samþykktum Sameinuðu þjóðanna, enda krafðist allsherjarþingið í lok ársins 2004 að framkvæmdum Ísraelsmanna yrði hætt tafarlaust. Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í febrúar 2004 að byggingu múrsins skyldi tafarlaust hætt, hann skuli rifinn og fórnarlömbum bygginu hans – m.a. þeir sem misst hafa hús sín, jarðir og atvinnu – skuli tafarlaust verða greiddar bætur.
Í alyktun Alþjóðadómstólsins segir jafnramt að það sé skylda allra ríkja sem eiga aðild að Genfarsáttmálanum og Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um verndun borgara á stríðstímum að virða stofnsáttmála S.þ. og sjá til þess að Ísraelar fari að alþjóðalögum og fari eftir úrskurði dómstólsins. Líkt og flest ríki heims er Ísland í þeim hópi. Þess er krafist að ríki heims styðji ekki múrbygginguna efnahagslega eða með öðrum hætti og skorað er á Allsherjarráð og Öryggisráð að grípa til viðeigandi ráðstafana gagnvart Ísrael ef þeir neita að fara eftir úrskurðinum. Bandaríkin hafa hingað til beitt neiturnarvaldi til að koma í veg fyrir ályktun Öryggisráðsins gegn Ísrael í þessu máli.
Upplýsingablöð (Fact Sheet)
Palestine Monitor – The Wall
PLO Negotiation Department – Israel’s Wall (PDF)
Miftah – The Segregation and Annexation Wall: A Crime against Humanity
Vefir
Stop the Wall – The Grassroot Palestinian Anti-Apartheid Wall Campaign